Fyrsta spors bæn
Á þessu andartaki þarf ég ekki að stjórna neinum, að mér meðtaldri/töldum. Ef ég finn til óþæginda vegna þess hvað önnur manneskja er að gera eða ekki gera, get ég minnt sjálfa/n mig á það að ég er vanmáttug/ur, bæði gagnvart þessari manneskju og þörf minni til að bregðast við á óviðeigandi hátt.
Annars spors bæn
Á þessu andartaki, get ég trúað því að ég sé aldrei einsömul/samall. Ég get upplifað það frelsi sem fylgir því að hafa Æðri mátt. Ég get minnt sjálfa/n mig á að trú er framkvæmanleg, ef ég er tilbúin/n að iðka hana, frá augnabliki til augnabliks, mun hún vaxa með mér.
Þriðja spors bæn
Á þessu andartaki get ég valið mér minn eigin Æðri mátt. Ég get lagt til hliðar allar gamlar hugmyndir um hver ég er eða hver ég er ekki og orðið sú/sá sem ég í raun er – barn Guðs. Ég get minnt sjálfa/n mig á að trú á Æðri mátt verður trú á sjálfa/n mig og að bati minn liggur í því að vera trú/r sjálfri/um mér og mínum Æðri mætti.
Fjórða spors bæn
Á þessu andartaki, verð ég þess viljug/ur að sjá sjálfa/n mig eins og ég er í raun og veru: vaxandi og verðandi andleg vera sem hvílir í höndum ástríks Guðs. Ég get skilið á milli þess hver ég er og hvað ég hef gert, vitandi að hin/n raunverulega/i ég er að mótast sem elskuleg, glaðrík og heil manneskja.
Fimmta spors bæn
Á þessu augnabliki mun ég meta sjálfa/n mig fyrir að hafa gert það sem var erfitt fyrir mig. Ég mun hvíla í umvefjandi nærveru míns Æðri máttar. Ég skil nú að ég hef dýpkað bataferlið með því að opna sjálfa/n mig og hjarta fyrir annarri manneskju.
Sjötta spors bæn.
Á þessu andartaki er ég þess albúin/n að verða leyst/ur undan öllum mínum veikleikum. Á þessarri stundu er ég tilbúin/n að gefa eftir skapgerðarbresti mína til Guðs, vitandi af þeim mikla krafti sem fylgir viljanum til að öðlast bata. Hvert spor á bataleiðinni, hversu smátt sem það kann að virðast, er staðfesting á mér sem heilli manneskju.
Sjöunda spors bæn
Á þessu andartaki bið ég Æðri Mátt um að fjarlægja alla skapgerðarbrestina, létta af mér byrði fortíðarinnar. Á þessu andartaki fel ég mig í hendur Æðri máttar og treysti því að tómið sem ég upplifi verði fyllt af skilyrðislausri ást Æðri máttar til mín og annara í mínu lífi.
Áttunda spors bæn
Á þessu andartaki sé ég hið ómögulega ekki aðeins verða mögulegt heldur verða raunverulegt. Þá, þegar ég fyrirgef sjálfri/um mér skapgerðarbresti mína, verð ég í stakk búin/n að fyrirgefa öðrum, og þannig opna leiðina að raunverulegri og varanlegri breytingu á hegðun minni. Þökk sé þér, Guð.
Níunda spors bæn
Á þessu andartaki, treysti ég Æðri mætti til að leiða mig áfram í að gera heiðarlegar og einlægar yfirbætur. Á þessari stundu upplifi ég þakklæti mitt gagnvart CoDA og sporunum tólf, vitandi að á meðan ég er viljug/ur að iðka bataleiðina, í samfloti með félögum mínum og með Guði, er ég frjáls.
Tíunda Spors bæn
Á þessu andartaki, lifi ég lífi mínu á nýjan máta. Meðan ég held áfram að opna hug minn og hjarta, skref fyrir skref, einn dag í einu, get ég birt mitt sanna sjálf, lagfært sambönd mín og tengst Guði.
Ellefta spors bæn
Á þessu andartaki, róa ég hugsanir mínar og opna huga minn og hjarta fyrir leiðsögn Guðs. Á þessari stundu finn ég ljúfan frið sem fylgir meðvituðu vitundarsambandi við Guð. Ef ég er áhyggjufull/ur, efins, glaðvær eða æðrulaus sný ég mér til Guðs. Ég veit að leið mín mun verða afhjúpuð og leið mín til hinnar mestu gæfu mun verða sýnileg.
Tólfta spors bæn
Á þessu andartaki, þakka ég Guði fyrir andlegu vakningu mína. Á þessari stundu, vel ég að lifa eftir öllum meginreglum bataleiðarinnar. Ég veit að sú viska sem streymir frá mér, mun veita öllum sem ég mæti ást og skilning Guðs. Ég er friðsæl/l.
Þýðing í sjálfboðavinnu af þýðingarnefnd í samráði við www.coda.org