12 Loforð CoDA

Ég má búast við breytingum á lífi mínu ef ég stunda CoDA-prógrammið. Þegar ég reyni að vinna sporin og fylgja erfðavenjunum af heiðarleika upplifi ég eftirfarandi:

  1. Mér finnst ég loksins vera hluti af einhverju. Tómleikinn og einmanaleikinn hverfur.
  2. Óttinn stjórnar mér ekki lengur. Ég kemst yfir hann og tileinka mér hugrekki, heilindi og sjálfsvirðingu í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.
  3. Ég kynnist nýju frelsi.
  4. Ég sleppi tökunum af áhyggjum, sektarkennd og eftirsjá vegna fortíðar minnar og nútíðar. Ég er nógu meðvituð/aður til að endurtaka ekki það sem miður fór.
  5. Ég kynnist nýjum kærleika og sátt við mig og aðra. Mér finnst ég raunverulega verðug/ur ástar, kærleiksrík/ur og elskuð/aður.
  6. Ég læri að finnast ég vera jafningi annarra. Ný, sem og endurnýjuð sambönd mín, eru öll við jafningja mína.
  7. Ég get þróað og viðhaldið heilbrigðum og kærleiksríkum samböndum. Þörfin til að stjórna öðrum hverfur þegar ég læri að treysta þeim sem eru traustsins verðir.
  8. Ég læri að það er mögulegt að breytast til hins betra– að verða kærleiksríkari, nánari öðrum og að geta veitt stuðning.
  9. Ég geri mér grein fyrir að ég er einstök og dýrmæt sköpun.
  10. Ég þarf ekki lengur að treysta eingöngu á aðra til að finnast ég einhvers virði.
  11. Ég treysti leiðsögn sem ég fæ frá mínum Æðri Mætti og fer að trúa á eigin getu.
  12. Ég öðlast smám saman æðruleysi, styrk og andlegan þroska í daglegu lífi mínu.

Þýðing í sjálfboðavinnu af þýðingarnefnd í samráði við www.coda.org