CoDA-VINNUSTOFA – OPIN ÖLLUM

Viðfangsefni: Erfðavenjurnar

Hvenær: Laugardaginn 15.nóvember kl. 12:30

Hvar: Víðistaðakirkja í Hafnarfirði

Kæru félagar !

Næstkomandi laugardag, 15. nóvember, verður haldin vinnustofa í Víðistaðakirkju þar sem farið verður yfir þrjár erfðavenjur (5, 6 og 7). Þetta er opin vinnustofa fyrir alla CoDA-félaga og léttar veitingar í boði.

Félagar munu skipta sér í hópa, svara spurningum úr CoDA-vinnubók og svo verða umræður um hverja erfðavenju.
Þetta var mjög gefandi og nærandi síðast þegar við hittumst og hvetjum við sem flesta til að mæta.