Hlutverk og tilgangur
Samstarfsnefnd er þjónustuaðili fyrir CoDA samtökin á Íslandi og samanstendur af tveim fulltrúum frá hverri CoDa deild á landinu. Samstarfsnefndin sér um samstarf við erlend CoDa samtök, útgáfu-, þýðingar- og sölu á bókum, kynningarmál og allt sem hefur með samtökin í heild að gera.
Allir sem vilja vinna við að efla hagsmuni samtakana eru hvattir til að mæta á fundi Samstarfsnefndar sem gestir, sem fulltrúar deilda eða í þjónustuhlutverkum innan Samstarfsnefndar.
Samstarfsnefnd fundar annan þriðjudag hvers mánaðar á fjarfundi.
Reikningsnúmer Samstarfsnefndar er 0301-13-304030 og kennitalan er 690110-1720.
Embætti og netföng
- Deildarfulltrúar
 - Oddviti
 - Ritari
 - Gjaldkeri
 
- Bókateymi (3 aðilar)
 - Kynningateymi (3 aðilar)
 
Hlutverk embætta
Deildarfulltrúar – Varafulltrúar
- Sitja í samstarfsnefnd samkvæmt starfstíma heimadeildar sinnar
 - Mæta á fundi nefndarinnar og eru tengiliðir við sína heimadeild
 - Eru virkir og taka að sér umbætti og verkefni nefndarinnar
 - Deildarfulltrúar hafa fullan atkvæðarétt á fundum samstarfsnefndar
 - Varafulltrúi deildarfulltrúa sem mætir á samstarfsnefndarfund ásamt aðalfulltrúa hefur ekki atkvæðarétt á fundinum
 - Varafulltrúi deildarfulltrúa sem tekur við verkefnum og skildum samstarfsnefndarfulltrúa í hans fjarveru, hefur fullan atkvæðarétt á fundum
 
Oddviti
- Starfstími er 9 mánuðir
 - Boðar til funda nefndarinnar með SMS skilaboðum
 - Stjórnar fundum samkvæmt gefnu fundarformi
 
Ritari
- Starfstími er 6 mánuðir
 - Ritar fundargerðir í fundargerðarskjal
 - Leggur fundargerðir inn á heimasvæði
 - Birtir fundargerðir á fundum á skjá og les upp til samþykktar
 
Gjaldkeri – Varagjaldkeri
- Starfstími er 2 ár
 - Er prókúruhafi á reikningum og ábyrgur fyrir fjármálum nefndarinnar ásamt varamanni
 - Kynnir stöðu reikninga á mánaðarlegum fundum
 - Greiðir reikninga og heldur bókhald yfir fjárreiðu nefndarinnar
 - Gerir skil á ársreikningi í febrúar ár hvert
 - Varagjaldkeri er kosinn af samstarfsnefnd úr hópi fulltrúa
 - Varagjaldkeri er kosinn á sama tíma og gjaldkeri
 
Bókateymi
- 3 fulltrúar, starfstími 1 ár
 - Ber ábyrgð á fjármálum bóksölu og kynnir stöðu reiknings á mánaðarlegum fundum
 - Sér um kynningar og sölu til bókafulltrúa í deildum
 - Sér um að panta CoDA bækur og bæklinga
 - Forgangsraðar og hefur umsjón með þýðingum á CoDA efni samtakanna
 - Sér um tilboðsgerð í lokafrágang og prentun á efni
 - Sér um samskipti á vegum CoDA við TMC (Translation Management Committe) í Bandaríkjunum
 
Kynningarteymi
- 3 fulltrúar, starfstími 1 ár
 - Hafa umsjón með heimasíðu CoDA samtakanna – www.coda.is
 - Hefur umsjón með öðru kynningarefni t.d. prentun á veggspjöldum og tilfallandi auglýsingum
 - Sér um kynningar á samtökunum þegar utanaðkomandi aðilar óskað eftir því
 - Sér um kynningar á sameiginlegum vettvangi 12 sporasamtaka
 - Uppfæra netföng samstarfsnefndar
 
