VINNUSTOFA

Viðfangsefni: Daglegt bataferli

CoDA Vinnustofa – OPIN ÖLLUM

Mikinn styrk er að finna í daglegri ástundun.

Hvort sem þú hefur unnið sporin áður eða ert að íhuga það, þá gefur CoDA-bókin dæmi um einfaldar batavenjur sem gagnast öllum til að finna kraft og hugarró á hverjum degi. Óháð því hvar við erum stödd í okkar vegferð.

Það er ekki eftir neinu að bíða.

Fyrirkomulag

Við lesum í gegnum skref 10-12 í CoDA-bókinni, hver les eina efnisgrein og svo koll af kolli.  

Þess á milli býður ritari/tímavörður þátttakendum að deila reynslu og segja frá setningum sem vöktu sérstaka athygli við lesturinn.

Hvenær? Sunnudaginn 13.11 kl. 14:30-16:00

Hvar? Salur 7 í 12 Spora Húsinu

Undirbúningur

Lestu bls. 76-92 í CoDA-bókinni og strikaðu undir þær setningar sem vekja eftirtekt hjá þér.  Bókin er til sölu í CoDA-deildum.